Gleðilegt ár - AÞ Þrif
15798
post-template-default,single,single-post,postid-15798,single-format-standard,bridge-core-1.0.6,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-29.4,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.10.0,vc_responsive
 

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár

Við viljum óska viðskiptavinum okkar sem og öðrum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir það liðna.

Við kveðjum skemmtilegt og viðburðaríkt ár þar sem verkefnin voru mörg að vanda, stór sem smá. Við héldum áfram að stækka við okkur í Skeiðarásnum og er húsnæðið nú orðið samtals 870m2. Í byrjun árs var ráðist í að stækka skrifstofuna enn frekar og kláruðust þær framkvæmdir í lok janúar. Þar bættust við fjórar skrifstofur auk fundarherbergis. Skrifstofan er því orðin töluvert stærri en áður enda hefur starfsmönnum þar fjölgað jafnt og þétt, en í dag hafa þar 14 manns starfsstöð. Í nóvember bættust 300m2 við lagerinn sem er allur að komast í stand en þar inni er komin upp aukin aðstaða fyrir mygluþrif og hreinsun sjúkratækja. Til gamans má geta þess að ekki eru nema rétt tvö ár síðan húsnæðið taldi um 200m2 sem er ótrúlegt að hugsa til.

Í mars festum við kaup á öðru ræstingafélagi sem hefur verið markmið okkar lengi. Með félaginu fylgdu um 55 starfsmenn og margir nýir viðskiptavinir. Þetta ferli hefur verið afar lærdómsríkt og höfum við öðlast góða reynslu sem við munum búa að við frekari kaup í framtíðinni.

Viðskiptin hafa blómstrað á árinu á öllum sviðum, þá helst í sérverkefnum eins og gluggaþvotti, iðnaðarþrifum, mygluhreinsun og gólfþrifum. Fjöldi starfsmanna náði hámarki í sumar þegar um 220 manns voru á skrá hjá okkur. Í haust kvöddum við Flugstöðina í kjölfar útboðs, sem hefur verið okkar stærsta verkefni í ræstingu síðustu þrjú árin. Flugstöðin var umfangsmikið og krefjandi verkefni sem við erum þakklát fyrir að hafa fengið að takast á við. Við erum reynslunni ríkari og fengum gott innlegg í reynslubankann.

Að vanda var mikið um viðburði á vegum starfsmannafélagsins, en þar má m.a. nefna hið árlega Páskabingó, Diskókeilu, Halloween partý, Fjölskyldubíó, Jólahlaðborð og svo síðast en ekki síst árshátíð sem var að þessu sinni haldin í Bratislava í Slóvakíu. Sú ferð heppnaðist einstaklega vel en þetta er í fyrsta skipti sem AÞ-Þrif heldur árshátíð erlendis.

Við vonum að árið 2018 verði öllum gott og gæfuríkt,

Gleðilegt ár