Heilsuvika AÞ-Þrif - AÞ Þrif
15802
post-template-default,single,single-post,postid-15802,single-format-standard,bridge-core-1.0.6,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-29.4,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.10.0,vc_responsive
 

Heilsuvika AÞ-Þrif

Heilsuvika AÞ-Þrif

Heilsuvika AÞ-Þrif var haldin í fyrsta skipti nú í ár og vakti mikla lukku. Evert Víglundsson, crossfit- og Biggest Looser þjálfari byrjaði vikuna með skemmtilegum og fróðlegum fyrirlestri sem vakti marga til umhugsunar. Hann setti fyrir áskorun vikunnar sem ötullega var unnið að sem myndaði skemmtilega stemningu. Skemmst er frá því að segja að hér á skrifstofunni voru kláraðar hátt í 3000 hné- og armbeygjur sem verður að teljast frábær árangur. Boðið var upp á heilsufarsmælingar og ráðgjöf frá Vinnuvernd sem flestir nýttu sér, enda mikilvægt að vera meðvitaður um eigin heilsu.

Í lok vikunnar voru okkar fyrstu Skrifstofuleikar haldnir þar sem skipt var í lið og keppt í hinum ýmsu þrautum. Leikarnir heppnuðust einstaklega vel og skemmtu allir sér konunglega. Um kvöldið var þeim sem vildu boðið á Þorrablót Stjörnunnar þar sem var borðað og dansað fram eftir kvöldi.

Við þökkum starfsfólkinu okkar fyrir góða þátttöku og vonum að Heilsuvikan sé komin til að vera.