Þjónustan - AÞ Þrif
15352
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15352,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-10.1.1,wpb-js-composer js-comp-ver-5.0.1,vc_responsive
 

Þjónustan

Almennþrif

Almenn þrif

Á vinnustöðum skiptir máli að umhverfi sé hreint og snyrtilegt þar sem heilbrigt umhverfi er talið auka ánægju og vellíðan starfsfólks .
Við bjóðum upp á daglegar ræstingar í stórum sem smáum fyrirtækjum þar sem áhersla er lögð á fagleg og vönduð vinnubrögð.
Daglega þrífum við tugþúsundir fermetra hjá viðskiptavinum okkar, allt frá litlum skrifstofum upp í stórar verslanir.
Við leggjum mikið upp úr vel þjálfuðu starfsfólki, öflugu gæðaeftirliti og persónulegri þjónustu við viðskiptavini okkar.

AÞ-þrif er svansvottað fyrirtæki en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

Iðnaðarþrif

Iðnaðarþrif eru þrif sem einna helst eru unnin fyrir byggingaverktaka að loknum framkvæmdum en þó hafa fjöldi verkefna verið unnin fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Í krefjandi verkefnum þar sem snör og vönduð vinnubrögð skipta öllu máli er lykilatriði að verkefnastýring sé stíf og faglega unnin, og ábyrgist AÞ-Þrif að starfsmenn þess hlíti þeim kröfum sem til verkefnisins eru gerðar.

Iðnaþarþrif
GólfÞrif

Gólfþrif

AÞ-þrif býður viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir þegar kemur að hreinsun gólfa.
Við bjóðum upp á:

 • Bónun
 • Moppun
 • Póleringu
 • Steinteppahreinsun
 • Teppahreinsun

Gluggaþvottur

AÞ-Þrif býður upp á gluggaþvott að utan jafnt sem innan, á stórum sem litlum fyrirtækjum, fjölbýlishúsum og heimahúsum. Við gluggaþvottinn er notast ýmist við stiga, palla, vinnulyftur eða körfubíla, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir gluggaþvottamenn sem hafa metnað og vönduð vinnubrögð í fyrirrúmi.

Hér er lítið brot af gluggaþvottaverkefnum fyrri ára:

 • Turninn – Smáratorgi
 • Turninn – Höfðatúni
 • Harpa – tónlistarhús
 • Egilshöll
 • Orkuveita Reykjavíkur
Gluggaþvottur
Sigvinna

Sigvinna

Í sumum aðstæðum getur verið erfitt að komast að gluggum með hefðbundnum búnaði og því nauðsynlegt að hanga utan á byggingum í línum.

Hjá okkur starfa vanir sigmenn sem leysa erfið og krefjandi verkefni.

Sveppaþrif

Myglusveppir í húsum geta haft slæm áhrif á heilsu og því mikilvægt að bregðast hratt og vel við slíku. AÞ-þrif býður upp á sveppaþrif í samstarfi við Hús og heilsu.

Sveppaþrif
Sérverkendi

Sérverkefni

Við tökum að okkur ýmis konar sérverkefni.

Sem dæmi:

 • Flutningsþrif
 • Þrif fyrir og eftir veislur
 • Þrif á veggjum
 • Þrif á ristum og loftstokkum