Hreint og snyrtilegt umhverfi á vinnustöðum eykur heilbrigði, ánægju og vellíðan starsfólks. Við bjóðum upp á daglegar ræstingar í stórum sem smáum fyrirtækjum þar sem áhersla er lögð á fagleg og vönduð vinnubrögð.
Daglega þrífum við tugþúsundir fermetra hjá viðskiptavinum okkar, allt frá litlum skrifstofum upp í stórar verslanir og skóla. Við leggjum áherslu á að hafa vel þjálfað starfsfólk, öflugt gæðaeftirlit og persónulega þjónustu. AÞ-Þrif er Svansvottað fyrirtæki en Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.