Umhverfisstefna AÞ Þrif.
AÞ Þrif sinnir reglulegum ræstingum, hreingerningum, gólfviðhaldi og tengdum
verkefnum. Fyrirtækið hefur sett sér stefnu í umhverfismálefnum og byggir á
gildum félagsins, fagmennsku, þjónustulund og heiðarleika. Stefna þessi nær yfir
alla starfssemi AÞ Þrif og starfsmanna fyrirtækisins.
Umfang
AÞ Þrif tryggir að starfsemi þess uppfylli kröfur viðeigandi laga og reglugerða.
Auk þess skuldbindur fyrirtækið sig til þess að innleiða og viðhalda stjórnkerfi
sem uppfyllir kröfur eftirfarandi staðla:
- ISO 14001:2015 – fyrir umhverfið
- Svansvottun
Stefnan
- Við þekkjum áhrif okkar á umhverfið og eflum umhverfisvitund starfsfólks
- Stýrum verkferlum og efnanotkun fyrirtækisins með því markmiði að
minnka þau áhrif sem fyrirtækið hefur á umhverfið - Höfum mælikvarða á mikilvæga umhverfisþætti til þess að
o koma í veg fyrir mengun
o vernda umhverfið
o draga úr kolefnisspori rekstursins
Stjórnendur bera ábyrgð á framkvæmd stefnunnar með því að –
- Styðja og þjálfa starfsmenn og upplýsa þá um skuldbindingar fyrirtækisins
og hlutverk þeirra í að uppfylla þær - Halda áfram þeim umbótum sem stuðla að bættu umhverfi
Allir starfsmenn fyrirtækisins bera ábyrgð á framkvæmd stefnunnar með því að – - Taka þátt í viðeigandi fræðslu og þjálfun
o vinna eftir þeim verkferlum sem fyrirtækið setur
Stjórnendur kynna umhverfisstefnuna opinberlega, tryggja að henni sé fylgt og að
hún sé aðgengileg öllum.
Umhverfisstefnan er í stöðugri þróun og endurskoðuð árlega.