AÞ-Þrif ehf er ungt og framsækið hreingerningafyrirtæki sem formlega tók til starfa í júlí 2006 en fyrir þann tíma hafði fyrirtækið starfað um nokkurra ára skeið á nafni Arnars Þorsteinssonar sem er stofnandi og aðaleigandi fyrirtækisins.
Sérsvið fyrirtækisins eru iðnaðarþrif fyrir byggingaverktaka og almenn þrif og gluggaþvottur fyrir fyrirtæki.
Hjá AÞ-þrifum starfa nú um 200 manns og þrátt fyrir ungan aldur hefur fyrirtækið nú þegar fest sig í sessi sem eitt öflugasta hreingerningafyrirtæki á landsins. Að baki fyrirtækisins stendur þéttur hópur fólks sem hefur byggt fyrirtækið upp og gert það að því sem það er í dag. AÞ-Þrif ehf er fyrirtæki sem hefur metnað, gæði og umfram allt framkvæmdagleði í sínu farteski.
AÞ-Þrif hafa komið að mörgum þrifum sem Costco hafa verið með fyrir og frá opnun búðarinnar.
AÞ-Þrif hafa komið að verkefnum með skömmum fyrirvara en náð að klára þau einstaklega fagmannlega og vel.
AÞ-Þrif og við höfum náð að leysa vandamálin saman og þannig að við höfum alltaf verið ákaflega sáttir við verkið á allann hátt.
Við gefum AÞ-Þrifum okkar bestu meðmæli !
Einar Jon Masson Assistant
General Manager
Costco Wholesale - costco.is
Við hjá Jáverk ehf gefum AÞ-Þrif ehf okkar bestu meðmæli.
Okkar reynsla af þeim gegnum árin hafa verið mjög góð, þrif og hreinsun á þeim vinnusvæðum sem þeir hafa séð um hafa staðist þær kröfur sem settar hafa verið.
Öllum verkum sem þeir taka að sér hefur verið sinnt fljótt og vel.
Guðmundur B. Gunnarsson
Strætó hefur átt gott og ánægjulegt samstarf við AÞ þrif undanfarin ár þar sem fyrirtækið hefur sinnt ræstingum á starfsstöðvum Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
AÞ-Þrif hefur komið til móts við þarfir Strætó og ávallt reiðubúin til samstarfs um stærri og minni verkefni.
Sigríður Harðardóttir
Mannauðsstjóri
Strætó bs
Við mælum með AÞ-Þrifum þegar kemur að alhliða þjónustu við verktaka í byggingariðnaði.
AÞ-Þrif veitir sveiganlega þjónustu og hefur á sínum snærum metnaðarfullt starfsfólk sem hefur ríka þjónustlund.
Gæði og vinnusemi þeirra starfsfólks hefur gert það að verkum að við þurfum ekki að leita lengra og við hlökkum til frekara samstarfs við AÞ-þrif.
Björgvin M Pétursson
Verkefnastjóri
F.h Þingvangs ehf.
Aþ-þrif hafa komið að mörgum verkefnum sem THG arkitektar hafa verið með verkefnisstjórn með á undanförnum árum.
Starfsmenn AÞ-þrifa hafa leyst þau verkefni sem þeim hafa verið falin af vandvirkni og hafa verið tilbúnir til að koma að verkefnum með skömmum fyrirvara.
Gef AÞ-þrifum mín bestu meðmæli.
Samúel Guðmundsson
Byggingatæknifræðingur
THG
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur notið þjónustu AÞ-þrifa ehf. frá því seint á árinu 2011 eða frá því að stofnunin flutti í núverandi húsnæði í turninum að Katrínartúni 2. Þjónusta fyrirtækisins hefur reynst stofnuninni afar vel og öll samskipti við fyrirtækið og starfmenn þess hafa verið lipur og þægileg. Starfsmenn AÞ-þrifa ehf. sinna vinnu sinni fyrir FME á skrifstofutíma sem stuðlar að góðri umgengni og skilningi milli aðila. Traust og góð þjónusta.
Þorsteinn E. Marínósson
Umsjónarmaður rekstrarmála
Fjármálaeftirlitið