AÞ-Þrif býður upp á gluggaþvott að utan jafnt sem innan, á stórum sem litlum fyrirtækjum, fjölbýlishúsum og heimahúsum. Við gluggaþvottinn er notast ýmist við stiga, palla, vinnulyftur eða körfubíla, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir gluggaþvottamenn sem hafa metnað og vönduð vinnubrögð í fyrirrúmi.
Hér er lítið brot af gluggaþvottaverkefnum fyrri ára:
- Turninn – Smáratorgi
- Turninn – Höfðatorgi
- Norðurturn – Smáralind
- Harpa – tónlistarhús
- Egilshöll
- Orkuveita Reykjavíkur