Jafnréttisáætlun 2022-2025 - AÞ Þrif
17559
page-template-default,page,page-id-17559,bridge-core-1.0.6,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-29.4,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.10.0,vc_responsive
 

Jafnréttisáætlun 2022-2025

AÞ – Þrif kappkostar að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði er virt í hvívetna og unnið markvisst að því að jafna stöðu kynjanna, koma í veg fyrir hvers kyns mismunun og tryggja að framlag hvers og eins sé metið að verðleikum án tillits til kyns, aldurs, þjóðernis og annarra ómálefnalegra þátta.

Jafnréttisáætlunin byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og nær til alls starfsfólks og felur í sér skuldbindingu um stöðugt umbótaferli, eftirlit og viðbrögð í málaflokknum, í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins IST 85:2012.

 

Launajafnrétti

Starfsfólk skal njóta sömu launa og kjara fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf, óháð kyni. Til að ná því markmiði mun AÞ-Þrif:

  • Framkvæma reglulega launagreiningar, þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf, rýnd af stjórnendum og niðurstaða kynnt starfsfólki.
  • Leiðrétta laun ef í ljós kemur óútskýrður launamunur fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  • Fá jafnlaunavottun og viðhalda henni.

 

Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

AÞ-Þrif kappkostar að ráðningar, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun feli ekki í sér kerfisbundna mismunun. Til að ná því markmiði mun AÞ-Þrif:

  • Tryggja að laus störf standi opin öllum kynjum og jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum. 
  • Tryggja að öll kyn standi jafnt að vígi varðandi starfsþjálfun og fræðslu og framgang í starfi.

 

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs 

Starfsfólki er gert kleift að samræma skyldur sínar gagnvart vinnu og einkalífi með sveigjanlegum vinnutíma eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið vegna eðlis starfseminnar og þörf er á. Til að ná því markmiði mun AÞ-Þrif:

  • Upplýsa starfsfólk um réttindi og skyldur, s.s. um vinnutíma, sveigjanleika, réttindi verðandi foreldra til fæðingar- og foreldraorlofs. 
  • Skipulag vinnutíma skal vera fyrirsjáanlegt til að auðvelda samhæfingu starfs- og fjölskyldulífs. 

 

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

AÞ-Þrif er vinnustaður þar sem einelti, kynferðisleg áreiti, áreitni eða ofbeldi er ekki liðið. Til að ná því markmiði mun AÞ-Þrif:

  • Fræða starfsfólk um um einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni ásamt forvarnarstefnu og viðbragðsáætlun fyrirtækisins. 

 

Eftirfylgni og endurskoðun 

AÞ-Þrif skuldbindur sig til að framfylgja jafnréttisáætluninni markviss eftir með stöðugum umbótum. Árlega er  farið yfir stöðu allra verkefna með helstu stjórnendum og starfsfólki kynnt hvað tekist hefur vel og hvað má betur fara. 

Jafnréttisáætlunin tók gildi í maí 2022 og skal endurskoða hana í síðasta lagi í  maí 2025.