Heilsudagar 2019 - AÞ Þrif
15899
post-template-default,single,single-post,postid-15899,single-format-standard,bridge-core-1.0.6,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-theme-ver-29.4,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-6.10.0,vc_responsive
 

Heilsudagar 2019

Heilsudagar 2019

Við ákáðum að endurtaka leikinn frá því árinu áður og tileinka febrúar heilsunni.

Margt skemmtilegt var á dagskránni og má þar t.d. nefna mjög skemmtilega og fróðlega fyrirlestra frá Geir Gunnari Markússyni og Helgu Arnardóttur.

Geir Gunnar næringarfræðingur hélt fyrirlestur um næringarfræði og þær mýtur sem þar er að finna. Helga Arnardóttir sálfræðingur hélt fyrirlestur um andlega heilsu.

Við vorum með ýmsar hreyfi-áskoranir fyrir þá sem vildu, buðum upp á mælingar, ferska ávexti á hverjum degi ásamt mörgu öðru skemmtilegu.

Við enduðum svo á því að halda Skrifstofuleikana 2019 þar sem keppt var í hinum ýmsu misgáfulegum en stórskemmtilegum þrautum 🙂